Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 11:34 Hafsjór nýrra nafna var samþykktur. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði dagana 25. og 26. apríl en úrskurðirnir hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Engum umsóknum var hafnað af mannanafnanefnd í þetta skiptið en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku. Það voru nöfnin Theadór og Baltazar sem höfðu áður verið tekin fyrir af nefndinni en þá verið hafnað. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar um nafnið Baltazar að því hafi verið hafnað en mannanafnanefnd hafi af eigin frumkvæði ákveðið að taka málið upp aftur. Umsókn um eiginnafnið Baltazar hafi áður verið hafnað á þeirri forsendu að bókstafurinn z væri ekki hluti af íslensku stafrófi. Síðan þá hafi verið gerðar breytingar á vinnulagsreglum nefndarinnar er varða mat á því hvort ritháttur nafna teljist hafa áunnið sér hefð þannig að heimilt er að rita ný tökunöfn með bókstöfunum c, q, w og z. Umsókn um eiginnafnið Theadór var hafnað 21. september 2020 og var þá niðurstaða nefndarinnar að nafnið fullyrti ekki skilyrði um að ritháttur nýs eiginnafns skuli vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks ritmáls. Í endurupptökubeiðninni var bent á að mannanafnanefnd hafi 1. júlí 2021 samþykkt breytingar á vinnulagsreglum nfndarinnar og þar sem umræddar breytingar hafi þýðinug í málinu féllst nefndin á að taka málið upp á ný. Þar að auki sé eiginnafnið Theador af erlendum uppruna og sé afbrigði nafnsins Theodore. Rithátturinn tíðkist meðal annars í Grikklandi og enskumælandi löndum og uppfylli nafnið Theadór því skilyrði nýrra vinnulagsreglna. Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði dagana 25. og 26. apríl en úrskurðirnir hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Engum umsóknum var hafnað af mannanafnanefnd í þetta skiptið en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku. Það voru nöfnin Theadór og Baltazar sem höfðu áður verið tekin fyrir af nefndinni en þá verið hafnað. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar um nafnið Baltazar að því hafi verið hafnað en mannanafnanefnd hafi af eigin frumkvæði ákveðið að taka málið upp aftur. Umsókn um eiginnafnið Baltazar hafi áður verið hafnað á þeirri forsendu að bókstafurinn z væri ekki hluti af íslensku stafrófi. Síðan þá hafi verið gerðar breytingar á vinnulagsreglum nefndarinnar er varða mat á því hvort ritháttur nafna teljist hafa áunnið sér hefð þannig að heimilt er að rita ný tökunöfn með bókstöfunum c, q, w og z. Umsókn um eiginnafnið Theadór var hafnað 21. september 2020 og var þá niðurstaða nefndarinnar að nafnið fullyrti ekki skilyrði um að ritháttur nýs eiginnafns skuli vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks ritmáls. Í endurupptökubeiðninni var bent á að mannanafnanefnd hafi 1. júlí 2021 samþykkt breytingar á vinnulagsreglum nfndarinnar og þar sem umræddar breytingar hafi þýðinug í málinu féllst nefndin á að taka málið upp á ný. Þar að auki sé eiginnafnið Theador af erlendum uppruna og sé afbrigði nafnsins Theodore. Rithátturinn tíðkist meðal annars í Grikklandi og enskumælandi löndum og uppfylli nafnið Theadór því skilyrði nýrra vinnulagsreglna.
Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira