Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:20 Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi stríðið í Úkraínu við Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Moskvu í dag. AP/Maxim Shipenkov Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01
Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52