Hópuppsögn Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 26. apríl 2022 10:00 Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar