Reykjavik Group Þórður Gunnarsson skrifar 26. apríl 2022 08:30 Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun