Reykjavik Group Þórður Gunnarsson skrifar 26. apríl 2022 08:30 Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun