Eigum við að setja puttann hérna, Hildur? Jón Daníelsson skrifar 25. apríl 2022 18:01 Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Orkumál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun