Sagði „nauðgunarher“ vera á leið til samnemanda Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 10:15 Áfrýjunarnefndin segir ekkert hafa komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlæti eða afsaki háttsemina heldur virðist hann ganga út frá því í málatilbúnaði að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“ Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Sjá meira
Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Sjá meira
Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05