Sagði „nauðgunarher“ vera á leið til samnemanda Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 10:15 Áfrýjunarnefndin segir ekkert hafa komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlæti eða afsaki háttsemina heldur virðist hann ganga út frá því í málatilbúnaði að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“ Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05