Má bjóða þér til Tenerife? Hildur Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2022 11:31 Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun