Kjörsókn ekki minni síðan 1969 Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 08:04 Emmanuel Macron er fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri í heil tuttugu ár. AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka. Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13
Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent