Bankasalan var lögleg Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun