Nýtt fólk, sama tuggan, sömu skuggastjórnendurnir Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. apríl 2022 10:31 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun