Framtíðin er líka á morgun Birkir Ingibjartsson skrifar 20. apríl 2022 18:30 Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar