Hafnarfjörður – bær framkvæmdanna Orri Björnsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar