Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra þegar tilkynnt var um endurnýjað stjórnarsamstarf síðasta haust. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira