Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra þegar tilkynnt var um endurnýjað stjórnarsamstarf síðasta haust. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira