Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 23:55 Djúp hjólför voru víða á fjallinu í morgun. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður. Ölfus Umhverfismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður.
Ölfus Umhverfismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira