Landsmenn hugi að sóttvörnum Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Þau afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í nágrannalöndum okkar (H5N1) hafa ekki valdið sýkingum í fólki. Ekki er talin hætta á að smit berist í fólk við neyslu eggja eða kjöts af alifuglum. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32