Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð Theodór Elvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2022 10:31 Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar