Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 12:32 Sigurður Harðarson segist hafa tekið eftir fyrsta dauða fuglinum þann 11. apríl en þeim hafi fjölgað síðan. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar. Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar.
Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira