Lýðræðisseggurinn Þórarinn Hjartarson skrifar 16. apríl 2022 11:01 Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun