Þetta reddast Indriði Stefánsson skrifar 15. apríl 2022 09:01 Þetta orðatiltæki okkar Íslendinga er eitthvað sem útlendingar eiga mjög erfitt með að skilja og hvað þá umbera. Sérstaklega þegar við notum það til að réttlæta það að vanrækja undirbúning og velta þannig ábyrgðinni á aðra eða treysta á meðvirkni. Núverandi ríkisstjórn tók við fyrir rúmum fjórum mánuðum síðan. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að hvítþvo sjálfa sig og framkvæmd kosninga með útúrsnúningum. Þannig réttlættu þau niðurstöðuna án þess að nýta neina af þeim möguleikum sem í boði voru til úrbóta og hefðu ýtt undir traust á Alþingi og kosningum almennt. En skoðum nú hvernig hefur tekist til við stjórn landsins á þessum fjórum mánuðum sem liðnir eru. Klúður á samfélagsmiðlum Bæði Áslaugu Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, varð fótaskortur á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna setti læk við umdeilda færslu hjá vini sínum Loga Bergmann eftir að hafa, fjórum mánuðum áður, gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir að læka færslu vinar síns, Sigurðar G. Guðjónssonar. Tíst Þórdísar Kolbrúnar á degi Martin Luther King, setti þrengingar að frelsinu vegna Covid í samhengi við frelsisbaráttu svartra, sem er í besta falli óheppilegt. Handahófskennd stjórnsýsla og óheppilegar ferðir Þegar íslenskt þjóðfélag sat lamað vegna Covid í kjölfar ákvörðunar um að opna skóla á ný, þvert á ráðleggingar sóttvarnalæknis, fór Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í skíðaferð og var því ekki viðstaddur þegar Alþingi tók til starfa eftir jólafrí þar sem mörg brýn mál biðu afgreiðslu. Stuttu áður, eða rétt fyrir jól, fengu margir viðburðahaldarar undanþágur til að halda viðburðum sínum til streitu. Samkvæmt nýlegu útvarpsviðtali við Bjarna Benediktsson þykir honum hann fyrst og fremst bera að standa skil innan eigin flokks og við eigin kjósendur, ekki stjórnarandstöðuna og þau sem kusu hann ekki. Jóns saga Gunnarssonar Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, á alveg sérstakan sess í starfsemi þessarar ríkisstjórnar. Tveimur vikum eftir að hann tók við sem ráðherra hætti annar aðstoðarmanna hans vegna þess að hann treysti sér ekki til að vinna með hinum. Á þessum stutta tíma hefur hann meðal annars stutt aðgerðir Lögreglunnar gegn blaðamönnum vegna umfjöllunar um Samherja, kallað eftir auknu aðgengi að áfengi á meðan ríkisstjórnin neitar að afglæpavæða neysluskammta vímuefna, breytt afgreiðslu Útlendingastofnunar þannig að Alþingi fékk ekki nauðsynleg gögn til að fjalla um veitingu ríkisborgararéttar, lagt fram frumvarp um vopnaburð og forvirkar rannsóknarheimildir fyrir lögreglu og sagst vilja þvinga hælisleitendur í PCR-próf. Þetta allt á sama tíma og hann trassaði það að setja nauðsynlegar reglugerðir vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem hefðu þurft að vera löngu tilbúnar. Kjörræðismaðurinn Þórdís Kolbrún þurfti nú í apríl að svara sérstaklega fyrir viðleitni íslenska ríkisins til að kjörræðismaður Íslands í Hvíta Rússlandi, Aleksander Moshensky, yrði ekki beittur þvingunum af hendi Evrópusambandsins vegna afskipta af kosningum í landinu. Í ljósi nýjustu atburða í Úkraínu verður það að teljast sérstaklega óheppilegt. Af Búnaðarþingi Frægt er orðið nýlegt dæmi þar sem Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum um framkvæmdastjóra bændasamtakanna eftir að aðstoðarmaður hans hafði ítrekað neitað að nokkuð særandi hafi verið sagt. Kæra hefur borist Forsætisnefnd Alþingis sem þarf að skera úr um hvort Sigurður Ingi hafi með þeim brotið siðareglur alþingismanna. Ekki banka, seldi banka Eitt helsta málefni Sjálfstæðisflokksins er einkavæðing. Þrátt fyrir að það hafi gjarnan gengið nokkuð illa, til dæmis Borgun og fyrri einkavæðing bankanna, þá virðist Sjálfstæðisflokkurinn fullviss um að næst gangi þetta betur og reddist. Í útboðinu á síðasta ári var 35% hlutur seldur á miklu undirverði og þeir sem keyptu högnuðust mikið. Markmið útboðsins núna var að selja til stórra aðila. Það virðist ekki hafa tekist því minni fjárfestar sem keyptu hluti allt niður í milljón króna að kaupvirði fengu að kaupa á kostnað stóru aðilanna sem fengu minna en þeir vildu. Margir hverjir eru þegar búnir að selja með þó nokkrum hagnaði. Fyrir þetta þurfti ríkið svo að borga 700 milljónir til ráðgjafa sem keyptu sjálfir í bankanum. Pólitísk ábyrgð? Þetta er ríkisstjórninni búið að takast á 4 mánuðum, allt að því er virðist í trausti þess að þetta reddist. Öfugt við það sem við sjáum í nágrannalöndunum þar sem menn taka pólitíska ábyrgð alvarlega og verði þeim á í messunni, jafnvel smávægilega, þá taka þeir afleiðingunum. Enda er þar skilningur á því að embættið og stjórnmálin séu mikilvægari en persónan. Hér er þessu öfugt farið; persónan er mikilvægari en embættið eða stjórnmálin. Virðing Alþingis Því hefur oft verið fleygt fram að virðing Alþingis liggi í klæðaburði og málfari þingmanna. En þegar á Alþingi og í ríkisstjórn raðast fólk sem axlar ekki ábyrgð þarf það ekki að koma neinum á óvart að virðing landsmanna á Alþingi og stjórnmálum sé ekki mikil, enda í samræmi við virðingu stjórnmálamanna fyrir eigin störfum. Hér breytir engu hversu mikil eða stór afglöpin eru. Raunverulegar afleiðingar eru engar. Afleiðingarnar koma frá kjósendum Miðað við að þetta sé árangur fjögurra mánaða veltir maður fyrir sér hver árangurinn verði á öllu kjörtímabilinu. Allt með samþykki ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem virðast hafa óþrjótandi umburðarlyndi fyrir mistökum hinna. Eins og Bjarni segir sjálfur þá telur hann sig bara þurfa að svara fyrir kjósendum. Það er því undir kjósendum komið að ákveða afleiðingarnar með atkvæði sínu og þá um leið hvort þetta reddist. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á í öðru sæti á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Indriði Stefánsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þetta orðatiltæki okkar Íslendinga er eitthvað sem útlendingar eiga mjög erfitt með að skilja og hvað þá umbera. Sérstaklega þegar við notum það til að réttlæta það að vanrækja undirbúning og velta þannig ábyrgðinni á aðra eða treysta á meðvirkni. Núverandi ríkisstjórn tók við fyrir rúmum fjórum mánuðum síðan. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að hvítþvo sjálfa sig og framkvæmd kosninga með útúrsnúningum. Þannig réttlættu þau niðurstöðuna án þess að nýta neina af þeim möguleikum sem í boði voru til úrbóta og hefðu ýtt undir traust á Alþingi og kosningum almennt. En skoðum nú hvernig hefur tekist til við stjórn landsins á þessum fjórum mánuðum sem liðnir eru. Klúður á samfélagsmiðlum Bæði Áslaugu Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, varð fótaskortur á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna setti læk við umdeilda færslu hjá vini sínum Loga Bergmann eftir að hafa, fjórum mánuðum áður, gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir að læka færslu vinar síns, Sigurðar G. Guðjónssonar. Tíst Þórdísar Kolbrúnar á degi Martin Luther King, setti þrengingar að frelsinu vegna Covid í samhengi við frelsisbaráttu svartra, sem er í besta falli óheppilegt. Handahófskennd stjórnsýsla og óheppilegar ferðir Þegar íslenskt þjóðfélag sat lamað vegna Covid í kjölfar ákvörðunar um að opna skóla á ný, þvert á ráðleggingar sóttvarnalæknis, fór Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í skíðaferð og var því ekki viðstaddur þegar Alþingi tók til starfa eftir jólafrí þar sem mörg brýn mál biðu afgreiðslu. Stuttu áður, eða rétt fyrir jól, fengu margir viðburðahaldarar undanþágur til að halda viðburðum sínum til streitu. Samkvæmt nýlegu útvarpsviðtali við Bjarna Benediktsson þykir honum hann fyrst og fremst bera að standa skil innan eigin flokks og við eigin kjósendur, ekki stjórnarandstöðuna og þau sem kusu hann ekki. Jóns saga Gunnarssonar Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, á alveg sérstakan sess í starfsemi þessarar ríkisstjórnar. Tveimur vikum eftir að hann tók við sem ráðherra hætti annar aðstoðarmanna hans vegna þess að hann treysti sér ekki til að vinna með hinum. Á þessum stutta tíma hefur hann meðal annars stutt aðgerðir Lögreglunnar gegn blaðamönnum vegna umfjöllunar um Samherja, kallað eftir auknu aðgengi að áfengi á meðan ríkisstjórnin neitar að afglæpavæða neysluskammta vímuefna, breytt afgreiðslu Útlendingastofnunar þannig að Alþingi fékk ekki nauðsynleg gögn til að fjalla um veitingu ríkisborgararéttar, lagt fram frumvarp um vopnaburð og forvirkar rannsóknarheimildir fyrir lögreglu og sagst vilja þvinga hælisleitendur í PCR-próf. Þetta allt á sama tíma og hann trassaði það að setja nauðsynlegar reglugerðir vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem hefðu þurft að vera löngu tilbúnar. Kjörræðismaðurinn Þórdís Kolbrún þurfti nú í apríl að svara sérstaklega fyrir viðleitni íslenska ríkisins til að kjörræðismaður Íslands í Hvíta Rússlandi, Aleksander Moshensky, yrði ekki beittur þvingunum af hendi Evrópusambandsins vegna afskipta af kosningum í landinu. Í ljósi nýjustu atburða í Úkraínu verður það að teljast sérstaklega óheppilegt. Af Búnaðarþingi Frægt er orðið nýlegt dæmi þar sem Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum um framkvæmdastjóra bændasamtakanna eftir að aðstoðarmaður hans hafði ítrekað neitað að nokkuð særandi hafi verið sagt. Kæra hefur borist Forsætisnefnd Alþingis sem þarf að skera úr um hvort Sigurður Ingi hafi með þeim brotið siðareglur alþingismanna. Ekki banka, seldi banka Eitt helsta málefni Sjálfstæðisflokksins er einkavæðing. Þrátt fyrir að það hafi gjarnan gengið nokkuð illa, til dæmis Borgun og fyrri einkavæðing bankanna, þá virðist Sjálfstæðisflokkurinn fullviss um að næst gangi þetta betur og reddist. Í útboðinu á síðasta ári var 35% hlutur seldur á miklu undirverði og þeir sem keyptu högnuðust mikið. Markmið útboðsins núna var að selja til stórra aðila. Það virðist ekki hafa tekist því minni fjárfestar sem keyptu hluti allt niður í milljón króna að kaupvirði fengu að kaupa á kostnað stóru aðilanna sem fengu minna en þeir vildu. Margir hverjir eru þegar búnir að selja með þó nokkrum hagnaði. Fyrir þetta þurfti ríkið svo að borga 700 milljónir til ráðgjafa sem keyptu sjálfir í bankanum. Pólitísk ábyrgð? Þetta er ríkisstjórninni búið að takast á 4 mánuðum, allt að því er virðist í trausti þess að þetta reddist. Öfugt við það sem við sjáum í nágrannalöndunum þar sem menn taka pólitíska ábyrgð alvarlega og verði þeim á í messunni, jafnvel smávægilega, þá taka þeir afleiðingunum. Enda er þar skilningur á því að embættið og stjórnmálin séu mikilvægari en persónan. Hér er þessu öfugt farið; persónan er mikilvægari en embættið eða stjórnmálin. Virðing Alþingis Því hefur oft verið fleygt fram að virðing Alþingis liggi í klæðaburði og málfari þingmanna. En þegar á Alþingi og í ríkisstjórn raðast fólk sem axlar ekki ábyrgð þarf það ekki að koma neinum á óvart að virðing landsmanna á Alþingi og stjórnmálum sé ekki mikil, enda í samræmi við virðingu stjórnmálamanna fyrir eigin störfum. Hér breytir engu hversu mikil eða stór afglöpin eru. Raunverulegar afleiðingar eru engar. Afleiðingarnar koma frá kjósendum Miðað við að þetta sé árangur fjögurra mánaða veltir maður fyrir sér hver árangurinn verði á öllu kjörtímabilinu. Allt með samþykki ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem virðast hafa óþrjótandi umburðarlyndi fyrir mistökum hinna. Eins og Bjarni segir sjálfur þá telur hann sig bara þurfa að svara fyrir kjósendum. Það er því undir kjósendum komið að ákveða afleiðingarnar með atkvæði sínu og þá um leið hvort þetta reddist. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á í öðru sæti á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun