Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 14:20 Lokað er í Vínbúðum yfir páskana nema á laugardag - en ekki í erlend-íslenskum vefverslunum, sem bjóða upp á heimsendingu áfengis á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi. Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst. Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst.
Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00