Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:00 Þröstur Emilsson hóf störf hjá ADHD-samtökunum árið 2015 en hann starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Honum var sagt upp störfum eftir að upp komst um fjárdráttinn árið 2018. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna. Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna.
Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42