„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 16:30 Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun