Velferð barnanna í fyrsta sæti Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 13:00 Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar