Af hverju ætti ungt fólk að setja X við D? Einar Freyr Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar