Hækkandi áburðarverð ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi á heimsvísu Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:01 Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun