Tuttugu særðust í árásinni, en árásarmaðurinn var vopnaður skammbyssu og hleypti af þrjátíu og þremur skotum. Tíu urðu fyrir skotsári en hinir slösuðust í örtröðinni sem myndaðist þegar árásin var gerð eða urðu fyrir reykeitrun, en árásarmaðurinn sprengdi einhverskonar reyksprengju í lestinni. Enginn hinna særðu mun vera í lífshættu.
Málið er enn nokkuð óljóst en lögregla hefur lýst eftir sextíu og tveggja ára gömlum manni, Frank James. Lyklar í hans eigu fundust á staðnum en lögregla segir hann þó ekki endilega grunaðan um verknaðinn.
Fimmtíu þúsund dollarar hafa verið boðnir þeim sem geta veitt upplýsingar í málinu.