Að vinna frítt Guðrún Lilja Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2022 16:01 Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fjölmiðlar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun