Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 15:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttur formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Hagalín Björnsdóttir formaður Félags fréttamanna. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma. Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma.
Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira