Fjölmiðlar ytra segja það þó ekki staðfest.
Í frétt New York Times segir að tilkynning hafi borist til lögreglu um 8:30 að staðartíma og að mikill reykur sé í lestarstöðinni sem um ræðir. Samkvæmt frétt AP var slökkvilið kallað út eftir að reykur sást við lestarstöð í Sunset Park hverfinu, þar sem slökkviliðsmenn fundu fjölda fólks í sárum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni AP innan lögreglunnar benda fyrstu upplýsingar til að skotmaðurinn hafi verið íklæddur iðnaðarfötum.
Þá má sjá myndir á samfélagsmiðlum þar sem almenningur gerir að sárum fólks á lestarstöðinni. Frekari upplýsingar virðast ekki liggja fyrir en lestarsamgöngur stöðvuðust um tíma í morgun.
NEW -- several people have been shot at a #NewYork subway station during morning commuter rush -- and authorities have discovered several unexploded devices in the area.
— Charles Lister (@Charles_Lister) April 12, 2022
Very graphic images online, this one less so. pic.twitter.com/ZKQ0EZVVku