Umbætur og framfarir; ekkert plat Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. apríl 2022 17:01 Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun