Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 16:51 Svo virðist sem Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sigli utan landhelgi með yfirlýsingar sínar um að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið á framfæri og að ekki beri að kenna bankasýslunni einni um: Stjórnmálamenn tóku ákvörðunina. Þá telji hún fráleitt að selja beri Landsbankann en Katrín Jakobsdóttir segir að það hafi hvort sem er aldrei staðið til. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49