Alvöru pólitík eða bara allt í plati!! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 11. apríl 2022 15:30 Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun