Fær hálfa milljón í bætur vegna uppsagnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 14:13 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar Vísir/Sigurjón. Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent