Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 12:55 Liv Bergþórsdóttir tók við forstjórastöðunni hjá ORF Líftækni árið 2020. ORF ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021. Líftækni Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021.
Líftækni Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira