Íslensk frelsishetja fallin frá Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 13:15 Davíð Scheving Thorsteinsson andaðist síðastliðinn föstudag. Hann var lengi þekktasti framkvæmdastjóri landsins, alþýðlegur og heimsborgaralegur í senn. Davíð hefur verið nefndur guðfaðir bjórsins á Íslandi og ekki að ástæðulausu, þó hann hafi sjálfur viljað gera lítið úr því afreki sínu. Fréttablaðið/Ernir Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi er allur 92 ára að aldri en hann andaðist á föstudaginn. Davíð setti mark sitt á íslenskt þjóðlíf um langt skeið og hafði til að bera töfrandi framkomu svo eftir var tekið; hann var bæði alþýðlegur og heimsborgaralegur í senn og átti auðvelt með að ná eyrum landsmanna þegar svo bar undir. Enda var hann vinsæll meðal blaðamanna sem kepptust við að ræða við hann. Davíð var landsþekktur fyrir en öðlaðist heimsfrægð á Íslandi þegar hann greip til borgaralegrar óhlýðni fyrir rúmum þrjátíu árum. Árið 1980 var hann á leið heim frá Lúxemborg og vildi ekki una því að fá ekki að koma með bjór inn til landsins. Hann keypti kippu af bjór, gerði sér lítið fyrir og valsaði í gegnum tollinn með hinn forboðna drykk. Borgaraleg óhlýðni Davíðs Þetta uppátæki Davíðs er talið hafa valdið straumhvörfum í máli sem þá hafði verið mjög á döfinni á Íslandi og voru um heitar umræður. Áfengislögin þóttu af mörgum ekki standast skoðun. Viðhorfsbreyting hafði þá orðin hjá mörgum Íslendingum en það var um það leyti sem þjóðin fór að ferðast í einhverjum mæli og uppgötvaði að öðrum þjóðum var treyst til að umgangast þennan forboðna drykk án teljandi vandræða. Fólki taldi þetta ekki standast nokkra skoðun Davíð var einn þeirra. Nafn Davíðs er ávallt nefnt þegar afmæli bjórs á Íslandi er til umfjöllunar, guðfaðir bjórs á Íslandi. Vísir ræddi við Davíð 2019, í tilefni þess að þá voru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Davíð lýsir þessu atviki svona: „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Davíð keypti kippu, setti bjórinn í töskuna og var svo stöðvaður af tollurum. Enda var hann ekki að pukrast með drykkinn. „Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi fjármálaráðherra í minnihlutastjórn, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ sagði Davíð þá. Hann segir þetta hafa verið spaugilegt umfram annað. Og enn beið hann eftir því að fá kippuna, sem gerð var upptæk, til baka. Atkvæðamikill og frumlegur framkvæmdastjóri En það að vilja með kippu af bjór í gegnum tollinn var sannarlega ekki það eina sem Davíð gerði eða fékkst við og naut þjóðarathygli. Hann var atkvæðamikill í atvinnulífi landsmanna og lagði umfram allt ríka áherslu á frelsi, en til þess ber að líta að þegar Davíð var virkastur var Ísland land hafta og fábreytni. Davíð fæddist 4. janúar 1930 en foreldrar hans voru Magnús Scheving Thorstensson útibússtjóri hjá gamla Íslandsbanka og Laura Scheving Thorsteinsson húsmóður, sem fædd var Havstein. Þegar útibúið var lagt niður reiddist Magnús, sagði upp störfum og stofnaði smjörlíkisgerðina Ljóma. Þar sem Davíð svo starfaði eftir að hafa setið í eitt ár í læknisfræði við HÍ. Davíð lauk stúdentsprófi frá MR og prófi í heimspekilegum forspjallsvísindum. Hann var framkvæmdastjóri hjá Smjörlíki hf. og Sól hf. frá 1964 til 1995. Davíð var litríkur og skemmtilegur maður. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir fáeinum árum.vísir Davíð lét þjóðfélagsmál til sín taka og þó hann ætti sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins um hríð dró hann ekki af sér í gagnrýni á stjórnvöld. Davíð var í ítarlegu viðtali við DV árið 2008 skömmu eftir bankahrunið sem Davíð sagði sárt, ekki síst vegna þess að það hafi mikið til verið okkar eigin sök – hvernig við héldum á málum. Græðgin tók völdin. Í viðtalinu segir Davíð það helstu mistökin sem Íslendingar gerðu þau að hafa ekki haldið áfram á þeirri braut sem mótuð var 1970 þegar landið gekk í EFTA, að fara ekki alla leið inn í ESB. Davíð og seinni kona hans Stefanía Svala Borg töpuðu öllum sínum sparnaði sem var í hlutabréfum Kaupþings. Davíð átti barnaláni að fagna, þrjú börn með Stefáníu og önnur þrjú með fyrri konu sinni Soffíu Mathiesen. Svaladrykkirnir og Davíð Davíð var meðal þeirra sem stofnaði drykkjuvörufyrirtækið Sól sem var áberandi á Íslandi enda Davíð og félagar duglegir við að brydda uppá nýjungum. Til dæmis var Sól fyrsta fyrirtækið sem framleiddi ávaxtadrykk á Íslandi Frægustu drykkirnir frá Sól voru Svali, Trópí og Seltzer. Mikil samkeppni myndaðist á drykkjarvörumarkaði á Íslandi og eru auglýsingarnar frá þeim tíma lýsandi fyrir tíðarandann. Og þar á bæ voru menn fyrstir til að flytja út íslenskt vatn þannig að fyrir liggur að framsýni var ríkur þáttur í skaphöfn Davíðs. Davíð lýsir því í áðurnefndu viðtali svo að það hafi verið óheppileg tímasetning og afdrifarík en þá hafi verið bullandi verðbólga og þegar gengið var fest í lok níunda áratugar síðustu aldar, hafi það komið mjög illa við fyrirtækið. Tekjurnar stóðu í stað en vísitölutryggð lánin hækkuðu skuldir Sólar um þrjátíu prósent ár eftir ár. Þetta gat ekki endað nema með ósköpum og fyrirtækið fór í greiðslustöðvun og nauðasamninga. Davíð tókst ekki að útvega hlutafé, menn misstu vinnuna og útflutningurinn lagðist af. Þremur árum seinna keypti Coca Cola fyrirtækið á fleiri milljarða. Ótrúlega fjölbreytilegur og litríkur ferill Davíð sat eftir hinn viðburðaríka feril í Sól í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann sat í stjórn Félags iðnrekenda til margra ára og hjá Vinnuveitendasambandinu. Og tókst þá oft á þannig að eftir var tekið við verkalýðsleiðtogann vin sinn Guðmund Jaka – Guðmund Jóhann Guðmundsson. Svo eitthvað sé nefnt. Í viðtali við Morgunblaðið 2000 segir hann, þegar hann lítur um öxl, að lífið hafi verið sér gott: „Þegar ég skoða þetta núna finnst mér næstum óhugnanlegt hversu mikil völd við höfðum, sem við höfðum þó ekki verið kosnir til af þjóðinni. En ég veit hins vegar að við fórum vel með þau völd og fundum ríkt til þeirrar ábyrgðar sem við bárum. Ekkert af því sem við fórum fram á saman og fengum framgengt er þess eðlis að ég sé ósáttur við það.“ Davíð Scheving Thorsteinsson var áratugum saman þekktasti framkvæmda- og forstjóri Íslands. Umtalaður og mikið hefur verið um hann skrifað. Hér er hann til umfjöllunar í nærmynd Pressunnar 1993 en þá riðaði veldi hans til falls.timarit.is Hann starfaði með Rauða krossinum og tók þar meðal annars þátt í að flytja nauðþurftir til Biafra í Afríku. Og hann lét til sín taka með margvíslegum hætti í atvinnulífinu, uppáfinningasamur svo af bar. Faðir Davíðs lagði til við son sinn að hann færi til starfa við smjörlíkisgerð í Danmörku sem úr varð. Seinna tók Davíð til taka saman gamlar og nýjar uppskriftir í Kökubókina og seldi í matvörubúðum. „Þetta þótti mjög einkennilegt ráðslag en það skilaði þeim árangri að bæklingurinn seldist í 54 þúsund eintökum og annar bæklingur sem ég tók einnig saman seldist í um 46 þúsund eintökum. En þetta var ekki án fórna fremur en svo margt annað. Við söfnun mína á uppskriftum varð ég að borða mikið af kökum og bætti þá á mig kílóum sem ekki hafa yfirgefið mig síðan," segir Davíð gamansamur í samtali við Morgunblaðið 2000. Bauð ríkjandi hugarfari byrginn Árið 2009 hlaut hann sérstök frelsisverðlaun SUS, sem eru án efa nokkuð sem telst ekki meðal hans helstu afreka á löngum ferli en rökstuðningurinn fyrir þeim verðlaunum eru lýsandi. Þar er tilgreint að Davíð hafi allan sinn feril farið ótroðnar slóðir í íslensku viðskiptalífi. Andlátstilkynning birtist um helgina. „Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni,“ segir í tilkynningunni; Davíð hafi áorkað meira en flestir í þeirri baráttu: „Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta. Þar að auki hefur hann verið bæði málsvari og fyrirmynd þeirra sem trúa því að einstaklingurinn fái þess megnað að breyta umhverfi sínu því margsinnis hefur Davíð Scheving boðið stjórnvöldum og ríkjandi hugarfari byrginn.“ Davíð hlotnuðust ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina aðrar, hann var sæmdur fálkaorðunni 1982. Hann lætur eftir sig eiginkonu, sex börn og fjölmörg barnabörn. Hann verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. apríl næstkomandi. Andlát Áfengi og tóbak Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Davíð setti mark sitt á íslenskt þjóðlíf um langt skeið og hafði til að bera töfrandi framkomu svo eftir var tekið; hann var bæði alþýðlegur og heimsborgaralegur í senn og átti auðvelt með að ná eyrum landsmanna þegar svo bar undir. Enda var hann vinsæll meðal blaðamanna sem kepptust við að ræða við hann. Davíð var landsþekktur fyrir en öðlaðist heimsfrægð á Íslandi þegar hann greip til borgaralegrar óhlýðni fyrir rúmum þrjátíu árum. Árið 1980 var hann á leið heim frá Lúxemborg og vildi ekki una því að fá ekki að koma með bjór inn til landsins. Hann keypti kippu af bjór, gerði sér lítið fyrir og valsaði í gegnum tollinn með hinn forboðna drykk. Borgaraleg óhlýðni Davíðs Þetta uppátæki Davíðs er talið hafa valdið straumhvörfum í máli sem þá hafði verið mjög á döfinni á Íslandi og voru um heitar umræður. Áfengislögin þóttu af mörgum ekki standast skoðun. Viðhorfsbreyting hafði þá orðin hjá mörgum Íslendingum en það var um það leyti sem þjóðin fór að ferðast í einhverjum mæli og uppgötvaði að öðrum þjóðum var treyst til að umgangast þennan forboðna drykk án teljandi vandræða. Fólki taldi þetta ekki standast nokkra skoðun Davíð var einn þeirra. Nafn Davíðs er ávallt nefnt þegar afmæli bjórs á Íslandi er til umfjöllunar, guðfaðir bjórs á Íslandi. Vísir ræddi við Davíð 2019, í tilefni þess að þá voru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Davíð lýsir þessu atviki svona: „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Davíð keypti kippu, setti bjórinn í töskuna og var svo stöðvaður af tollurum. Enda var hann ekki að pukrast með drykkinn. „Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi fjármálaráðherra í minnihlutastjórn, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ sagði Davíð þá. Hann segir þetta hafa verið spaugilegt umfram annað. Og enn beið hann eftir því að fá kippuna, sem gerð var upptæk, til baka. Atkvæðamikill og frumlegur framkvæmdastjóri En það að vilja með kippu af bjór í gegnum tollinn var sannarlega ekki það eina sem Davíð gerði eða fékkst við og naut þjóðarathygli. Hann var atkvæðamikill í atvinnulífi landsmanna og lagði umfram allt ríka áherslu á frelsi, en til þess ber að líta að þegar Davíð var virkastur var Ísland land hafta og fábreytni. Davíð fæddist 4. janúar 1930 en foreldrar hans voru Magnús Scheving Thorstensson útibússtjóri hjá gamla Íslandsbanka og Laura Scheving Thorsteinsson húsmóður, sem fædd var Havstein. Þegar útibúið var lagt niður reiddist Magnús, sagði upp störfum og stofnaði smjörlíkisgerðina Ljóma. Þar sem Davíð svo starfaði eftir að hafa setið í eitt ár í læknisfræði við HÍ. Davíð lauk stúdentsprófi frá MR og prófi í heimspekilegum forspjallsvísindum. Hann var framkvæmdastjóri hjá Smjörlíki hf. og Sól hf. frá 1964 til 1995. Davíð var litríkur og skemmtilegur maður. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir fáeinum árum.vísir Davíð lét þjóðfélagsmál til sín taka og þó hann ætti sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins um hríð dró hann ekki af sér í gagnrýni á stjórnvöld. Davíð var í ítarlegu viðtali við DV árið 2008 skömmu eftir bankahrunið sem Davíð sagði sárt, ekki síst vegna þess að það hafi mikið til verið okkar eigin sök – hvernig við héldum á málum. Græðgin tók völdin. Í viðtalinu segir Davíð það helstu mistökin sem Íslendingar gerðu þau að hafa ekki haldið áfram á þeirri braut sem mótuð var 1970 þegar landið gekk í EFTA, að fara ekki alla leið inn í ESB. Davíð og seinni kona hans Stefanía Svala Borg töpuðu öllum sínum sparnaði sem var í hlutabréfum Kaupþings. Davíð átti barnaláni að fagna, þrjú börn með Stefáníu og önnur þrjú með fyrri konu sinni Soffíu Mathiesen. Svaladrykkirnir og Davíð Davíð var meðal þeirra sem stofnaði drykkjuvörufyrirtækið Sól sem var áberandi á Íslandi enda Davíð og félagar duglegir við að brydda uppá nýjungum. Til dæmis var Sól fyrsta fyrirtækið sem framleiddi ávaxtadrykk á Íslandi Frægustu drykkirnir frá Sól voru Svali, Trópí og Seltzer. Mikil samkeppni myndaðist á drykkjarvörumarkaði á Íslandi og eru auglýsingarnar frá þeim tíma lýsandi fyrir tíðarandann. Og þar á bæ voru menn fyrstir til að flytja út íslenskt vatn þannig að fyrir liggur að framsýni var ríkur þáttur í skaphöfn Davíðs. Davíð lýsir því í áðurnefndu viðtali svo að það hafi verið óheppileg tímasetning og afdrifarík en þá hafi verið bullandi verðbólga og þegar gengið var fest í lok níunda áratugar síðustu aldar, hafi það komið mjög illa við fyrirtækið. Tekjurnar stóðu í stað en vísitölutryggð lánin hækkuðu skuldir Sólar um þrjátíu prósent ár eftir ár. Þetta gat ekki endað nema með ósköpum og fyrirtækið fór í greiðslustöðvun og nauðasamninga. Davíð tókst ekki að útvega hlutafé, menn misstu vinnuna og útflutningurinn lagðist af. Þremur árum seinna keypti Coca Cola fyrirtækið á fleiri milljarða. Ótrúlega fjölbreytilegur og litríkur ferill Davíð sat eftir hinn viðburðaríka feril í Sól í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann sat í stjórn Félags iðnrekenda til margra ára og hjá Vinnuveitendasambandinu. Og tókst þá oft á þannig að eftir var tekið við verkalýðsleiðtogann vin sinn Guðmund Jaka – Guðmund Jóhann Guðmundsson. Svo eitthvað sé nefnt. Í viðtali við Morgunblaðið 2000 segir hann, þegar hann lítur um öxl, að lífið hafi verið sér gott: „Þegar ég skoða þetta núna finnst mér næstum óhugnanlegt hversu mikil völd við höfðum, sem við höfðum þó ekki verið kosnir til af þjóðinni. En ég veit hins vegar að við fórum vel með þau völd og fundum ríkt til þeirrar ábyrgðar sem við bárum. Ekkert af því sem við fórum fram á saman og fengum framgengt er þess eðlis að ég sé ósáttur við það.“ Davíð Scheving Thorsteinsson var áratugum saman þekktasti framkvæmda- og forstjóri Íslands. Umtalaður og mikið hefur verið um hann skrifað. Hér er hann til umfjöllunar í nærmynd Pressunnar 1993 en þá riðaði veldi hans til falls.timarit.is Hann starfaði með Rauða krossinum og tók þar meðal annars þátt í að flytja nauðþurftir til Biafra í Afríku. Og hann lét til sín taka með margvíslegum hætti í atvinnulífinu, uppáfinningasamur svo af bar. Faðir Davíðs lagði til við son sinn að hann færi til starfa við smjörlíkisgerð í Danmörku sem úr varð. Seinna tók Davíð til taka saman gamlar og nýjar uppskriftir í Kökubókina og seldi í matvörubúðum. „Þetta þótti mjög einkennilegt ráðslag en það skilaði þeim árangri að bæklingurinn seldist í 54 þúsund eintökum og annar bæklingur sem ég tók einnig saman seldist í um 46 þúsund eintökum. En þetta var ekki án fórna fremur en svo margt annað. Við söfnun mína á uppskriftum varð ég að borða mikið af kökum og bætti þá á mig kílóum sem ekki hafa yfirgefið mig síðan," segir Davíð gamansamur í samtali við Morgunblaðið 2000. Bauð ríkjandi hugarfari byrginn Árið 2009 hlaut hann sérstök frelsisverðlaun SUS, sem eru án efa nokkuð sem telst ekki meðal hans helstu afreka á löngum ferli en rökstuðningurinn fyrir þeim verðlaunum eru lýsandi. Þar er tilgreint að Davíð hafi allan sinn feril farið ótroðnar slóðir í íslensku viðskiptalífi. Andlátstilkynning birtist um helgina. „Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni,“ segir í tilkynningunni; Davíð hafi áorkað meira en flestir í þeirri baráttu: „Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta. Þar að auki hefur hann verið bæði málsvari og fyrirmynd þeirra sem trúa því að einstaklingurinn fái þess megnað að breyta umhverfi sínu því margsinnis hefur Davíð Scheving boðið stjórnvöldum og ríkjandi hugarfari byrginn.“ Davíð hlotnuðust ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina aðrar, hann var sæmdur fálkaorðunni 1982. Hann lætur eftir sig eiginkonu, sex börn og fjölmörg barnabörn. Hann verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. apríl næstkomandi.
Andlát Áfengi og tóbak Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent