Hverjir tryggja fæðuöryggi á Íslandi? Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar