Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 23:30 Macron fór ekki mjúkum höndum um Morawiecki í viðtali á dögunum. Jean Catuffe/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum. Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum.
Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira