130 milljarðar króna til hjúkrunarheimila í nýjum tímamótasamningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Samningarnir voru kynntir í dag. Vísir/Einar Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu. Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“ Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“
Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48