Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 17:31 Greinin birtist í nafnlausa dálkinum Óðin í apríl árið 2020. Skjáskot Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira