Sabuni greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í dag, en hún tók við embætti formanns flokksins árið 2019.
Sænskir fjölmiðlar segja frá því að þingflokksformaðurinn Johan Pehrson muni taka við embætti formanns af Sabuni.
Pehrson segir Frjálslynda flokkinn munu gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja að frjálslynd, borgaraleg stjórn taki við völdum að loknum kosningum í haust.
„Ég er reiðubúinn að leiða Frjálslynda flokkinn í gegnum sögulega kosningabaráttu,“ sagði Pehrson.
Pehrson hefur átt sæti á sænska þinginu frá 1998 til 2015 og aftur frá 2018.