Áhyggjulaus á meðan það er frost Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2022 09:01 Úr Hlíðarfjalli. Vísir/Arnar Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“ Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“
Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00