Byr í seglin – landfestar leystar Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 6. apríl 2022 14:00 Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Harpa Menning Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun