Upphitun fyrir 21. umferð í Olís: Hefur meiri trú á Haukum og vonast eftir Gróttusigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 14:00 Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld. vísir/vilhelm Mikið er undir fyrir næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Valur og Haukar mætast í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður í algleymingi. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira