Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:35 Nauðungarvistanir á bráðageðdeild 32c hafa verið gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.” Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.”
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05