Vilja reisa nýtt gagnaver á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 16:41 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Aðsend Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum. AtNorth, sem hét áður Advania Data Centers, rekur gagnaver í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, segir í tilkynningu að kostir þess að byggja gagnaver á Akureyri séu ótvíræðir. Á svæðinu sé til staðar mikil þekking og traust fyrirtæki sem geti veitt atNorth góða þjónustu við rekstur og viðhald á tæknibúnaði í gagnaverinu. „Héðan ætlum við bæði að þjóna innlendum og erlendum viðskiptavinum, en með gagnaveri á Akureyri getum við dreift betur áhættunni í rekstrinum. Vistun og vinnsla gagna fer þá fram á fleiri stöðum en áður, aðgengi að gagnatengingum úr landi verður betra og öryggismálum verður enn betur fyrir komið,” segir Eyjólfur Magnús. Góðar flugsamgöngur skipti líka sköpum, enda taki aðeins um klukkustund að komast frá Reykjavíkurflugvelli inn í nýtt gagnaver atNorth á Akureyri þegar verkefninu verði lokið. Vonast til að opna á fyrri helmingi næsta árs Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs hjá atNorth, segir í samtali við Vísi að í fyrstu sé stefnt að því að nota tíu megavött af raforku fyrir nýja gagnaverið en við þau mörk telst iðnaður vera stórnotandi raforku. Gagnaverið verði þó í fyrstu minna í sniðum en gagnaver atNorth byggja á húseiningakerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að stækka þau auðveldlega eftir þörfum. Gísli segir fyrirtækið nú í viðræðum við orkufyrirtæki til að kanna hversu mikil orka sé fáanleg á svæðinu. Hann bætir við að stefnt sé að því að taka nýja gagnaverið í notkun á fyrri helmingi næsta árs en það verður staðsett á iðnaðarsvæði fyrir neðan Hlíðarfjall. „Við erum búin að gera samninga við viðskiptavini í hátækniiðnaði sem þurfa ekki tíu megavött frá upphafi þannig að við höfum smá tíma til að komast upp í tíu megavött en það er stefnan okkar,“ segir Gísli. Hann auglýsir jafnframt eftir fyrirtækjum eða aðilum sem telja sig geta endurnýtt varma frá nýja gagnaverinu. Í gagnaveri atNorth í Stokkhólmi er hiti frá tölvubúnaðinum nýttur í hitaveitukerfi nærliggjandi svæðis. „Okkur hefur til dæmis dottið í hug ræktun og við höfum séð að í Noregi er hiti frá gagnaveri notaður í landeldi. Það eru ýmsir möguleikar sem skapast af þessum afleidda hita,“ segir Gísli. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.atNorth Styrki atvinnulífið á svæðinu Verkefnið er sagt vera liður í uppbyggingu græns iðnaðar á Akureyri og koma til með að auka fjölbreytni og fjölga störfum í hátækniiðnaði á svæðinu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar boðaðri uppbyggingu og segir hana styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Þetta verkefni rímar vel við nýlegar innviðaframkvæmdir á Norðausturlandi sem tryggja raforkuflutning inn á svæðið. Aukið öryggi í flutningi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið gerir uppbyggingu af þessu tagi mögulega með öllum þeim jákvæðu samfélagsáhrifum sem fylgja,” er haft eftir Ásthildi í tilkynningu. Fyrirtækið selt í lok síðasta árs Að sögn atNorth hefur hröð tæknivæðing og stafræn þróun í atvinnulífinu, rannsóknum og gagnavistun kallað mjög á aukna gagna- og reiknigetu. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu gagnavera fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. atNorth segist vera með til skoðunar að reisa risagagnaver annars staðar á Norðurlöndunum og áætluð orkuþörf þess sé um 50 megavött. Í desember 2021 var tilkynnt um kaup svissneska fjárfestingarfélagsins Partners Group, sem er skráð á markað og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, á atNorth. Ekki var upplýst um kaupverðið á þeim tíma en samkvæmt heimildum Innherja nam heildarvirði (e. enterprise value) atNorth í viðskiptunum um 350 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 45,5 milljörðum íslenskra króna á þáverandi gengi. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Upplýsingatækni Tengdar fréttir Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
AtNorth, sem hét áður Advania Data Centers, rekur gagnaver í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, segir í tilkynningu að kostir þess að byggja gagnaver á Akureyri séu ótvíræðir. Á svæðinu sé til staðar mikil þekking og traust fyrirtæki sem geti veitt atNorth góða þjónustu við rekstur og viðhald á tæknibúnaði í gagnaverinu. „Héðan ætlum við bæði að þjóna innlendum og erlendum viðskiptavinum, en með gagnaveri á Akureyri getum við dreift betur áhættunni í rekstrinum. Vistun og vinnsla gagna fer þá fram á fleiri stöðum en áður, aðgengi að gagnatengingum úr landi verður betra og öryggismálum verður enn betur fyrir komið,” segir Eyjólfur Magnús. Góðar flugsamgöngur skipti líka sköpum, enda taki aðeins um klukkustund að komast frá Reykjavíkurflugvelli inn í nýtt gagnaver atNorth á Akureyri þegar verkefninu verði lokið. Vonast til að opna á fyrri helmingi næsta árs Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs hjá atNorth, segir í samtali við Vísi að í fyrstu sé stefnt að því að nota tíu megavött af raforku fyrir nýja gagnaverið en við þau mörk telst iðnaður vera stórnotandi raforku. Gagnaverið verði þó í fyrstu minna í sniðum en gagnaver atNorth byggja á húseiningakerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að stækka þau auðveldlega eftir þörfum. Gísli segir fyrirtækið nú í viðræðum við orkufyrirtæki til að kanna hversu mikil orka sé fáanleg á svæðinu. Hann bætir við að stefnt sé að því að taka nýja gagnaverið í notkun á fyrri helmingi næsta árs en það verður staðsett á iðnaðarsvæði fyrir neðan Hlíðarfjall. „Við erum búin að gera samninga við viðskiptavini í hátækniiðnaði sem þurfa ekki tíu megavött frá upphafi þannig að við höfum smá tíma til að komast upp í tíu megavött en það er stefnan okkar,“ segir Gísli. Hann auglýsir jafnframt eftir fyrirtækjum eða aðilum sem telja sig geta endurnýtt varma frá nýja gagnaverinu. Í gagnaveri atNorth í Stokkhólmi er hiti frá tölvubúnaðinum nýttur í hitaveitukerfi nærliggjandi svæðis. „Okkur hefur til dæmis dottið í hug ræktun og við höfum séð að í Noregi er hiti frá gagnaveri notaður í landeldi. Það eru ýmsir möguleikar sem skapast af þessum afleidda hita,“ segir Gísli. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.atNorth Styrki atvinnulífið á svæðinu Verkefnið er sagt vera liður í uppbyggingu græns iðnaðar á Akureyri og koma til með að auka fjölbreytni og fjölga störfum í hátækniiðnaði á svæðinu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar boðaðri uppbyggingu og segir hana styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Þetta verkefni rímar vel við nýlegar innviðaframkvæmdir á Norðausturlandi sem tryggja raforkuflutning inn á svæðið. Aukið öryggi í flutningi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið gerir uppbyggingu af þessu tagi mögulega með öllum þeim jákvæðu samfélagsáhrifum sem fylgja,” er haft eftir Ásthildi í tilkynningu. Fyrirtækið selt í lok síðasta árs Að sögn atNorth hefur hröð tæknivæðing og stafræn þróun í atvinnulífinu, rannsóknum og gagnavistun kallað mjög á aukna gagna- og reiknigetu. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu gagnavera fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. atNorth segist vera með til skoðunar að reisa risagagnaver annars staðar á Norðurlöndunum og áætluð orkuþörf þess sé um 50 megavött. Í desember 2021 var tilkynnt um kaup svissneska fjárfestingarfélagsins Partners Group, sem er skráð á markað og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, á atNorth. Ekki var upplýst um kaupverðið á þeim tíma en samkvæmt heimildum Innherja nam heildarvirði (e. enterprise value) atNorth í viðskiptunum um 350 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 45,5 milljörðum íslenskra króna á þáverandi gengi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Upplýsingatækni Tengdar fréttir Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02
Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21. desember 2021 08:55
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1. júlí 2021 09:28