Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 13:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. „Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“ Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01
Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25