Reykjanesbrautin í stokk – lífsgæðabylting fyrir íbúa Kópavogs Einar Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 5. apríl 2022 09:31 Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun