Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 22:37 Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina í Sacramento í gær. AP/Jose Carlos Fajardo Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira