Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 21:34 Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. AP/Charlie Riedel Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira